Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Góðar og slæmar fréttir hjá Villa fyrir leikinn gegn Juve
Amadou Onana er ekki orðinn leikfær.
Amadou Onana er ekki orðinn leikfær.
Mynd: Getty Images
Jacob Ramsey.
Jacob Ramsey.
Mynd: EPA
Unai Emery stjóri Aston Villa staðfesti í dag að varnarmaðurinn Ezri Konsa og miðjumaðurinn Boubacar Kamara séu báðir leikfærir fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Juventus annað kvöld.

Þeir voru ekki í leikmannahópi Villa þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace á Villa Park á lagardag.

Belgíski miðjumaðurinn Amadou Onana og enski miðjumaðurinn Jacob Ramsey eru hinsvegar enn á meiðslalistanum. Onana meiddist á fæti í landsleikjaglugganum og Ramsey er enn að kljást við meiðsli aftan í læri sem hann hlaut í tapleik á Anfield.

Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Villa nú farið í gegnum sex leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið vonast til þess að vinna sinn fyrsta sigur í rúman mánuð á miðvikudaginn.

Villa vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni en tapaði svo á skringilegan hátt fyrir Club Brugge í byrjun mánaðarins þar sem Tyrone Mings tók boltann upp með höndum en hann hafði ekki tekið eftir því að Emi Martínez var búinn að taka markspyrnuna. Belgarnir fengu víti og tyggðu sér sigurinn.

Juventus er tveimur stigum á eftir Villa í Meistaradeildinni eftir tvo sigurleiki, eitt jafntefli og eitt tap. Meðal leikmanna sem eru á meiðslalista Juventus eru sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic og miðjumaðurinn Douglas Luiz, sem er fyrrum leikmaður Villa. Þeir verða ekki með annað kvöld.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 10 1 +9 12
2 Sporting 4 3 1 0 9 2 +7 10
3 Mónakó 4 3 1 0 10 4 +6 10
4 Brest 4 3 1 0 9 3 +6 10
5 Inter 4 3 1 0 6 0 +6 10
6 Barcelona 4 3 0 1 15 5 +10 9
7 Dortmund 4 3 0 1 13 6 +7 9
8 Aston Villa 4 3 0 1 6 1 +5 9
9 Milan 5 3 0 2 9 7 +2 9
10 Atletico Madrid 5 3 0 2 8 9 -1 9
11 Atalanta 4 2 2 0 5 0 +5 8
12 Man City 4 2 1 1 10 4 +6 7
13 Juventus 4 2 1 1 7 5 +2 7
14 Arsenal 4 2 1 1 3 1 +2 7
15 Leverkusen 4 2 1 1 6 5 +1 7
16 Lille 4 2 1 1 5 4 +1 7
17 Celtic 4 2 1 1 9 9 0 7
18 Dinamo Zagreb 4 2 1 1 10 12 -2 7
19 Bayern 4 2 0 2 11 7 +4 6
20 Real Madrid 4 2 0 2 9 7 +2 6
21 Benfica 4 2 0 2 7 5 +2 6
22 Feyenoord 4 2 0 2 7 10 -3 6
23 Club Brugge 4 2 0 2 3 6 -3 6
24 PSV 4 1 2 1 7 5 +2 5
25 PSG 4 1 1 2 3 5 -2 4
26 Stuttgart 4 1 1 2 3 6 -3 4
27 Shakhtar D 4 1 1 2 2 5 -3 4
28 Sparta Prag 5 1 1 3 5 11 -6 4
29 Girona 4 1 0 3 4 8 -4 3
30 Salzburg 4 1 0 3 3 10 -7 3
31 Bologna 4 0 1 3 0 5 -5 1
32 RB Leipzig 4 0 0 4 4 9 -5 0
33 Sturm 4 0 0 4 1 6 -5 0
34 Young Boys 4 0 0 4 1 11 -10 0
35 Rauða stjarnan 4 0 0 4 4 16 -12 0
36 Slovan 5 0 0 5 3 17 -14 0
Athugasemdir
banner
banner
banner