Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 16:15
Elvar Geir Magnússon
„Salah einn sá glaðasti á æfingasvæðinu“
Salah á æfingu hjá Liverpool í dag.
Salah á æfingu hjá Liverpool í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Framtíð Mohamed Salah er eitt helsta umræðuefnið á Englandi eftir að hann lýsti yfir vonbrigðum með að hafa ekki fengið samningstilboð frá félaginu. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Andy Robertson, liðsfélagi Salah, sagði á fréttamannafundi í dag að samningamálin hefðu engin áhrif á Egyptann á æfingasvæðinu.

„Mo er hinn sanni fagmaður. Það er eins með hann eins og Virgil (van Dijk) og Trent (Alexander-Arnold) sem eru í svipaðri stöðu. allir eru einbeittir á næsta leik og næstu æfingu. Þeir eru leiðtogar í hópnum og þetta hefur ekki truflandi áhrif á þá," segir Robertson.

„Mo virðist alls ekkert leiður. Hann mætir á æfingu á hverjum degi brosandi. Hann er einn glaðasti maðurinn á æfingasvæðinu, hann virðist alltaf ánægður. Hann er einn besti leikmaður heims og er með rétta einbeitingu."

Truflar hvorki Salah né aðra
Arne Slot stjóri Liverpool sagðist ekki ætla að gefa neinar upplýsingar um stöðu samningamála en sagði að umræðan hefði ekki nein truflandi áhrif á Salah.

„Þetta hefur ekki truflandi áhrif á hann, hann er bara einbeittur á leikinn á morgun. Aðrir leikmennn eru líka einbeittir og þetta truflar þá ekki, og þetta truflar mig klárlega ekki," segir Slot.

Liverpool tekur á móti Real Madrid á Anfield í Meistaradeildinni á morgun og þrátt fyrir allar spurningarnar varðandi Salah þá gat Slot farið yfir stöðu mála á leikmannahópnum fyrir leikinn.

Trent Alexander-Arnold verður í hópnum en er ekki klár í að byrja. Alisson, Diogo Jota og Federico Chiesa eru enn fjarverandi.
Athugasemdir
banner