Knattspyrnudeild Þróttar hefur framlengt samning Brynju Ránar Knudsen til næstu tveggja ára eða til 2026.
Brynja Rán er 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur öðlast mikla reynslu með meistaraflokki.
Hún spilaði 19 leiki með Þrótturum í Bestu deildinni á síðasta tímabili, en hún spilar bæði á miðju og í sókn.
Brynja á að baki 14 landsleiki og 2 mörk fyrir yngri landslið Íslands.
„Við fögnum því mjög að Brynja skuli hafa framlengt samning sinn við Þrótt, enda einn efnilegasti leikmaður sem við eigum í kvennaflokki og reyndar einn efnilegasti leikmaður landsins í sínum aldursflokki. Við höldum áfram að byggja upp innan frá, þessi samningur er enn eitt dæmið um það,“ sagði Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, á heimasíðu félagsins.
Athugasemdir