Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lærðu af síðasta undirbúningstímabili - Lyftingar frekar en hlaup til að byrja með
Þrátt fyrir snarpt undirbúningstímabil fyrir tímabilið 2024 varð Breiðablik Lengjubikarmeistari.
Þrátt fyrir snarpt undirbúningstímabil fyrir tímabilið 2024 varð Breiðablik Lengjubikarmeistari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik þurfti að fara óhefðbundna leið í aðdraganda tímabilsins 2024 þar sem tímabilinu 2023 lauk ekki fyrr en um miðjan desember. Tekin var sú ákvörðun að undirbúningstímabilið myndi ekki hefjast fyrr en í lok janúar og þá voru einungis rétt rúmlega tveir mánuðir til stefnu áður en Besta deildin var flautuð af stað.

Það er ekki hægt annað en að segja að það hafi reynst vel, Blikar stóðu uppi sem meistarar í lok október. Íslandsmeistararnir þurfa að nálgast næsta tímabil á annan hátt þar sem undirbúningstímabilið fer af stað snemma í desember. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, og kom hann inn á undirbúningstímabilið.

„Við byrjum að æfa 3. desember, þá eru leikmenn búnir að vera fimm vikur í „fríi". Menn eru ótrúlega duglegir að hreyfa sig, lyfta og halda sér við þrátt fyrir að það séu ekki æfingar, en það er mikilvægt fyrir hausinn að fá aðeins hvíld frá æfingasvæðinu og svona," segir Dóri.

„Við tókum allt öðruvísi undirbúningstímabil fyrir síðasta tímabil heldur en öll lið eru von. Við ætlum að reyna taka einhvern lærdóm af því. Við ætlum að lyfta mikið fyrir jól, spilum auðvitað fótbolta með því, en förum ekki í þessu miklu hlaup sem við höfum kannski gert áður í nóvember og desember. Planið er að lyfta mikið fram í miðjan janúar og svo tekur við grimmt átta vikna undirbúningstimabil. Því lýkur með æfingaferð í Portúgal og svo er mót," segir þjálfarinn.
Athugasemdir
banner