Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
banner
   mið 27. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Rooney öskuillur eftir 6-1 tap: U18 ára liðið hefði ekki fengið á sig sex mörk
Mynd: EPA
„Við vorum ekki nálægt því að vera nógu góðir. Það er mikil meiðslakrísa í liðinu, en það er engin afsökun,“ sagði Wayne Rooney, stjóri Plymouth, eftir 6-1 niðurlæginguna gegn Norwich í ensku B-deildinni í gær.

Tapið var það stærsta hjá Plymouth á þessu tímabili en eins og Rooney kom inn á vantaði marga lykilmenn.

Joe Edwards, fyrirliði liðsins, var ekki með og þá vantaði markvörðinn Connor Hazard ásamt sóknarmönnunum Ibrahim Cissoko, Morgan Whittaker og Muhamed Tijani.

„Ef leikmenn vilja komast í liðið og halda sæti sínu þá þurfa þeir að spila betur en þetta. Ég hefði getað sett U18 ára liðið í leikinn og ekki einu sinni þeir hefðu fengið á sig sex mörk.“

„Ég er svo ótrúlega vonsvikinn, reiður og svekktur. Næstu 24-48 tímar verða ekki notalegir fyrir leikmennina, en fyrst þurfum við að komast til botns í því af hverju þetta er að gerast,“
sagði Rooney.

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn en fann sig ekki frekar en aðrir í liði Plymouth.

Plymouth er með 17 stig í 20. sæti ensku B-deildarinnar og aðeins unnið fjóra leiki á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner