Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol var slakasti maður Manchester City í 3-3 jafnteflinu gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en tvö mistök frá honum kostuðu Englandsmeistarana sigur.
Síðustu vikur hafa ekki verið þær bestu á ferli Gvardiol en hann hefur gert þrjú dýrkeypt mistök í síðustu þremur leikjum.
Í kvöld átti hann mistökin í fyrsta markinu og tapaði þá boltanum og síðan skallaeinvígi í öðru markinu.
Manchester Evening News valdi hann slakasta mann leiksins gegn Feyenoord með aðeins 4 í einkunn.
Einkunnir Man City gegn Feyenoord: Ederson (5), Lewis (5), Akanji (5), Ake (6), Gvardiol (4), Gundogan (6), Nunes (7), Foden (6), Silva (7), Grealish (6), Haaland (8).
Varamenn: Simpson-Pusey (5), De Bruyne (6), McAtee (5).
Arsenal flengdi Sporting í Portúgal, 5-1. Bukayo Saka var valinn maður leiksins hjá Sky Sports.
Alls fengu tíu leikmenn Arsenal 8 í einkunn og þá var Saka bestur með 9.
Arsenal: Raya (8), Timber (8), Saliba (8), Gabriel (8), Calafiori (8), Partey (7), Rice (8), Odegaard (8), Saka (9), Havertz (8), Martinelli (8).
Varamenn: Trossard (8), Merino (7), Zinchenko (7), Nwaneri (6).
Athugasemdir