Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinar Milosar að gera flotta hluti í Meistaradeild Asíu
Mynd: Al Wasl
Al Wasl, lið Milosar Milojevic, vann þriðja leikinn í Meistaradeild Asíu í kvöld er liðið heimsótti Al Shorta í Írak.

Lærisveinar Milosar hafa ekki verið að ná í hagstæð úrslit í deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en hafa fagnað nokkuð góðum árangri í Meistaradeildinni.

Liðið er komið með þrjá sigra í fimm leikjum og er nú með 10 stig í 4. sæti deildarkeppninnar.

Al Wasl spilar næst við Al Rayyan frá Katar áður en það mætir Al Bataeh í deildinni.

Sádi-arabísku meistararnir í Al Hilal gerðu 1-1 jafntefli við Al Sadd frá Katar.

Al Hilal er í öðru sæti Meistaradeildarinnar með 13 stig úr fimm leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner