Bandaríska félagið Inter Miami hefur staðfest ráðningu argentínska þjálfarans Javier Mascherano en hann tekur við liðinu af Tata Martino sem hætti á dögunum vegna persónulegra ástæðna.
Mascherano skrifaði undir þriggja ára samning við Inter Miami og bíður nú eftir atvinnuleyfi til þess að geta hafið störf hjá félaginu.
Argentínumaðurinn var liðsfélagi Jordi Alba, Lionel Messi, Luis Suarez og Sergio Busquets hjá Barcelona, en hann hætti árið 2020 og sneri sér að þjálfun.
Hann þjálfaði U20 ára lið Argentínu og stýrði þá U23 ára liðinu á Ólympíuleikunum í sumar.
Mascherano hittir ekki bara fyrrum liðsfélaga sína hjá Inter Miami heldur einnig þá Tomás Avilés, Benjamin Cremaschi, Facundo Farías og Federico Redondo, sem eru allt leikmenn sem hann þjálfaði hjá Argentínu.
Inter Miami setti stigamet er liðið varð deildarmeistari í MLS-deildinni á dögunum, en datt óvænt úr leik í fyrstu umferð í úrslitakeppninni.
Bienvenido, Jefe ??????????
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) November 26, 2024
Argentina and FC Barcelona legend Javier @Mascherano has been named as our new head coach! Welcome to the Miami dream ????????.
More details: https://t.co/iICOZxaFw7 pic.twitter.com/Boc6Ix32yC
Athugasemdir