Jack Grealish vængmaður Manchester City hefur gengið í gegnum næstum tólf mánuði síðan hann skoraði sitt síðasta mark fyrir félagið.
Þann 16. desember 2023 skoraði Grealish síðasta mark sitt í treyju City, gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Þann 16. desember 2023 skoraði Grealish síðasta mark sitt í treyju City, gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Á almanaksárinu 2024 hefur Grealish spilað 25 leiki fyrir City í öllum keppnum og samkvæmt Transfermarkt hefur hann aðeins átt þrjár stoðsendingar á þessum tíma.
Meiðsli hafa haft áhrif á Grealish gegnum árið en hann hefur þó spilað yfir 1.200 mínútur fyrir City. Hann kom inn sem varamaður í 4-0 tapi City gegn Tottenham um helgina.
Þó Grealish hafi ekki skorað fyrir City á árinu þá er hann með tvö landsliðsmörk fyrir England.
City vonast eftir því að fá meira framlag frá Grealish en liðið er að ganga í gegnum erfiðar vikur og hefur tapað fimm leikjum í röð.
Athugasemdir