Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var heitasti bitinn en má núna fara á láni
Evan Ferguson hér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands.
Evan Ferguson hér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands.
Mynd: Getty Images
Það er ekki langt síðan Evan Ferguson þótti mest spennandi sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Núna má hann fara frá Brighton á láni.

Ferguson, sem er tvítugur, hefur lítið fengið að spila eftir að Fabian Hürzeler tók við liðinu síðasta sumar.

Leicester City, Fulham, West Ham og Newcastle eru félög sem eru sögð áhugasöm um að fá Ferguson á láni.

Brighton verðmetur Ferguson á 60 milljónir punda en félagið vill helst ekki selja hann.

Hann varð aðeins fjóri leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu 18 ára og yngri, en hann gerði þrennu gegn Newcastle í fyrra. Það hefur hægst heldur betur á ferli hans eftir það en meiðsli og samkeppni í Brighton hafa haft áhrif á hann.
Athugasemdir
banner
banner