Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Sparta Prag engin fyrirstaða fyrir Atlético - Milan á góðu skriði
Julian Alvarez skoraði tvö
Julian Alvarez skoraði tvö
Mynd: EPA
Tammy Abraham fékk mark á silfurfati
Tammy Abraham fékk mark á silfurfati
Mynd: Getty Images
Spænska liðið Atlético Madríd rúllaði yfir Spörtu Prag, 6-0, í 5. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Milan vann þá þriðja leik sinn í röð er liðið heimsótti Slovan Bratislava til Slóvakíu.

Milan heldur áfram að ná í góð úrslit í Meistaradeildinni. Bandaríski landsliðsmaðurinn Christian Pulisic kom Milan á bragðið eftir arfaslakan varnarleik Slovan.

Tammy Abraham sendi boltann inn fyrir á Pulisic sem lagði boltann í vinstra hornið. Heimamenn bættu upp fyrir varnarleikinn þremur mínútum síðar.

Varnarlína Milan var allt of hátt uppi er liðið sótti að marki Slovan, sem kostaði liðið því Milan tapaði boltanum og var það Tigran Barseghyan sem tók boltann frá eigin vallarhelmingi og að marki Milan áður en hann skoraði.

Ítalska liðið náði að gera út um leikinn á þremur mínútum í síðari hálfleiknum. Youssouf Fofana átti frábæra sendingu í gegn á Rafael Leao sem vippaði boltanum yfir markvörð Slovan og í netið og þá gerði Abraham þriðja markið eftir gjöf frá varnarmanni heimamanna.

Slovan tókst að minnka muninn á lokamínútunum með frábæru skoti Nino Marcelli fyrir utan teig. Liðið spilaði manni færri síðustu mínúturnar eftir að Marko Tolic fékk tvö gul á tæpum tveimur mínútum.

Lokatölur 3-2 fyrir Milan sem er nú með 9 stig úr fimm leikjum sínum í keppninni en Slovan án stiga á botninum.

Atlético Madríd pakkaði Spörtu Prag saman, 6-0, í Tékklandi.

Gestirnir fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. Julian Alvarez og Marcos Llorente skoruðu mörkin og þá gerði Alvarez annað mark sitt þegar hálftími var eftir.

Antoine Griezmann skoraði fjórða markið áður en varamaðurinn Angel Correa bætti við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum.

Atlético er með 9 stig úr fimm leikjum en Sparta með 4 stig.

Slovan 2 - 3 Milan
0-1 Christian Pulisic ('21 )
1-1 Tigran Barseghyan ('24 )
1-2 Rafael Leao ('68 )
1-3 Tammy Abraham ('71 )
2-3 Nino Marcelli ('88 )
Rautt spjald: Marko Tolic, Slovan ('90)

Sparta Praha 0 - 6 Atletico Madrid
0-1 Julian Alvarez ('15 )
0-2 Marcos Llorente ('43 )
0-3 Julian Alvarez ('59 )
0-4 Antoine Griezmann ('70 )
0-5 Angel Correa ('85 )
0-6 Angel Correa ('89 )
Athugasemdir
banner
banner