Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michael Owen varar Alexander-Arnold við
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Real Madrid, hefur varað bakvörðinn Trent Alexander-Arnold við því að fara til Madrídarstórveldisins. Hann muni lækka í áliti hjá stuðningsmönnum Liverpool ef hann gerir það.

Samningur Alexander-Arnold við Liverpool rennur út næsta sumar en hann hefur verið sterklega orðaður við Madrídinga.

Owen fór á sínum tíma til Real Madrid frá Liverpool en hann hefur varað Alexander-Arnold við því að gera það.

„Hann hefur gert allt fyrir Liverpool og dáir félagið. Ef hann fer, þá á að líta á hann sem hetju. En því miður þá hefur þetta áhrif á það hvernig fólk horfir á þig," segir Owen.

„Þetta mun sverta orðspor hans hjá sumum en þetta á að mínu mati ekki að gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner