Samkvæmt niðurstöðu úr skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net í um sólarhring vilja flestir lesendur að Arnar Gunnlaugsson verði næsti landsliðsþjálfari Íslands.
1.442 tóku þátt í þessari könnun og vilja 40% sjá Arnar taka við liðinu. 28% vilja Frey Alexandersson eða svipaður fjöldi og vill fá erlendan þjálfara. Aðeins 4% vilja sjá einhvern íslenskan þjálfara, annan en Arnar og Frey.
1.442 tóku þátt í þessari könnun og vilja 40% sjá Arnar taka við liðinu. 28% vilja Frey Alexandersson eða svipaður fjöldi og vill fá erlendan þjálfara. Aðeins 4% vilja sjá einhvern íslenskan þjálfara, annan en Arnar og Frey.
Hver ætti að taka við íslenska landsliðinu?
40% Arnar Gunnlaugsson (571)
29% Erlendur þjálfari (414)
28% Freyr Alexandersson (400)
4% Annar íslenskur þjálfari (57)
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net búast Víkingar fastlega við því að KSÍ muni óska eftir því að fá að ræða við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara liðsins, um landsliðsþjálfarastarfið.
Víkingur er að fara að keppa gegn FC Noah í Armeníu í Sambandsdeildinni á morgun og gæti KSÍ beðið með það þar til eftir þann leik að biðja um leyfi til að ræða við Arnar.
Eftir að tilkynnt var að Age Hareide væri hættur sem landsliðsþjálfari sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, að efst á blaði væri að ráða íslenskan þjálfara.
Þeir Arnar og Freyr eru taldir langlíklegastir þegar horft er til næsta landsliðsþjálfara og eru augljósustu kostirnir. Arnar hefur sagt það heiður að vera orðaður við starfið og Freyr sagði nýlega að hann myndi ræða við KSÍ ef óskað yrði eftir því. Líklegt er að KSÍ muni vilja ræða við þá báða.
Athugasemdir