Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Nistelrooy orðinn líklegastur
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy er orðinn líklegastur til að taka við Leicester samkvæmt veðbönkum.

Van Nistelrooy var í gær orðaður við HSV Hamburg í Þýskalandi en núna virðist Leicester vera hans líklegasti áfangastaður.

Van Nistelrooy kvaddi Manchester United á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu í fjórum leikjum.

Hann var fenginn til United í sumar til að aðstoða Erik ten Hag en eftir að sá síðarnefndi var látinn fara fékk Van Nistelrooy það hlutverk að stýra liðinu á meðan United leitaði að nýjum stjóra.

Hann vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í fjórum leikjum sínum sem bráðabirgðastjóri en hætti þegar Ruben Amorim tók við störfum.

Leicester er að leita að nýjum stjóra eftir að Steve Cooper var rekinn og núna er Van Nistelrooy orðinn líklegastur í starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner