Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
banner
   mið 27. nóvember 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Brentford fékk ranglega rautt og fer ekki í bann
Rauða spjaldið var fellt niður.
Rauða spjaldið var fellt niður.
Mynd: Getty Images
Þriggja leikja bann Christian Nörgaard, fyrirliða Brentford, hefur verið fellt úr gildi. Nörgaard fékk rautt spjald í markalausa jafnteflinu gegn Everton um síðustu helgi.

Danski landsliðsmaðurin var sendur í sturtu á 41. mínútu á Goodison Park en hann var talinn hafa brotið á Jordan Pickford markverði Everton þegar hann reyndi að skora.

Í gegnum VAR var ráðlagt dómaranum Chris Kavanagh að fara í skjáinn og taldi hann brot Nörgaard verðskulda beint rautt spjald.

Brentford áfrýjaði rauða spjaldinu og áfrýjunarnefndin tók undir með félaginu að rangt hafi verið að gef Nörgaard rautt spjald.

Nörgaard verður því löglegur á laugardaginn, þegar Brentford mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 12 10 1 1 24 8 +16 31
2 Man City 12 7 2 3 22 17 +5 23
3 Chelsea 12 6 4 2 23 14 +9 22
4 Arsenal 12 6 4 2 21 12 +9 22
5 Brighton 12 6 4 2 21 16 +5 22
6 Tottenham 12 6 1 5 27 13 +14 19
7 Nott. Forest 12 5 4 3 15 13 +2 19
8 Aston Villa 12 5 4 3 19 19 0 19
9 Fulham 12 5 3 4 17 17 0 18
10 Newcastle 12 5 3 4 13 13 0 18
11 Brentford 12 5 2 5 22 22 0 17
12 Man Utd 12 4 4 4 13 13 0 16
13 Bournemouth 12 4 3 5 16 17 -1 15
14 West Ham 12 4 3 5 15 19 -4 15
15 Everton 12 2 5 5 10 17 -7 11
16 Leicester 12 2 4 6 15 23 -8 10
17 Wolves 12 2 3 7 20 28 -8 9
18 Ipswich Town 12 1 6 5 13 23 -10 9
19 Crystal Palace 12 1 5 6 10 17 -7 8
20 Southampton 12 1 1 10 9 24 -15 4
Athugasemdir
banner
banner
banner