Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 17:44
Brynjar Ingi Erluson
U15: Kara skoraði þrennu í sigri á Sviss
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 15 ára og yngri vann Sviss eftir vítaspyrnukeppni á þróunarmóti UEFA á Englandi í dag. Kara Guðmundsdóttir, leikmaður KR, skoraði þrennu í leiknum.

Ísland var að spila þriðja og síðasta leik sinn í mótinu en liðið fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn.

Kara skoraði bæði mörkin, á 10. og 42. mínútu, en Sviss náði að snúa taflinu við í þeim síðari.

Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir komst Sviss í forystu áður en Kara fullkomnaði þrennu sína.

Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara en þar hafði Ísland betur, 6-5.

Samkvæmt vef KSÍ eru úrslitin skráð sem jafntefli og hafnaði því Ísland með eitt stig í 3. sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner