Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 27. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Jói Hreiðars aðstoðar Jóhann Kristinn með Þór/KA
Jóhann Hreiðarsson og Jóhann Kristinn munu þjálfa Þór/KA áfram
Jóhann Hreiðarsson og Jóhann Kristinn munu þjálfa Þór/KA áfram
Mynd: Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur endurnýjað samning sinn við Þór/KA til næstu tveggja ára en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Jóhann Hreiðarsson verður aðstoðarþjálfari liðsins.

Þjálfararnir tveir framlengdu við félagið fyrir nokkru síðan en það var formlega opinberað í gær.

Jóhann Kristinn hefur samtals stýrt liðinu í sjö tímabil. Hann tók fimm tímabil frá 2012 til 2016 þar sem liðið varð meðal annars Íslandsmeistari og komst í bikarúrslit.

Hann tók aftur við starfinu árið 2022 og hefur tekist að koma því aftur í hóp efstu lið í deildinni.

Jóhann Kristinn gerði nýjan samning við Þór/KA sem gildir út 2026 og verður Jóhann Hreiðarsson honum til aðstoðar.

Hann kom inn í teymi Þórs/KA síðasta vor. Jóhann kom að starfinu í öllum flokkum félagsins og átti þátt í því Íslands- og bikarmeistaratitlinum félagsins fyrr á árinu.

Jóhann hefur áður starfað sem þjálfari og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Dalvík/Reyni og þjálfun yngri flokka hjá Val og Breiðabliki. Hann á jafnframt að baki leiki með Val, Dalvík, Víkingi og fleiri félögum á árunum 1997-2015.
Athugasemdir
banner
banner