Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 27. nóvember 2024 08:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia
Powerade
Kvaratskhelia í leik með landsliði Georgíu.
Kvaratskhelia í leik með landsliði Georgíu.
Mynd: Getty Images
Arsenal fylgist með Retegui.
Arsenal fylgist með Retegui.
Mynd: EPA
Það vantar ekki slúður tengt Manchester United þessa dagana enda vill Rúben Amorim styrkja leikmannahóp sinn. Powerade færir þér slúðurpakkann á hverjum degi.

Napoli er tilbúið að selja Khvicha Kvaratskhelia (23) í sumar ef georgíski sóknarleikmaðurinn skrifar ekki undir nýjan samning. Manchester United hefur mikinn áhuga. (Sportmediaset)

Njósnari frá Rúben Amorim, stjóra Manchester United, fylgdist með þremur leikmönnum Sporting gegn Arsenal í gær. Það eru portúgalski kantmaðurinn Geovany Quenda (17), sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26) og portúgalski kantmaðurinn Pedro Goncalves (26). (Mail)

Real Madrid vill fá nýjan hægri bakvörð og hefur áhuga á Pedro Porro (25) hjá Tottenham. (Sport)

Brighton hefur gert írska framherjann Evan Ferguson (20) fáanlegan á lánssamningi í janúar. (Telegraph)

Manchester United vill fá nýjan vinstri bakvörð í sumar en Alphonso Davies (24) hjá Bayern München og Theo Hernandez (27) hjá AC Milan eru til skoðunar. (Florian Plettenberg)

Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy (48) er líklegastur til að taka við Leicester eftir að hafa átt viðræður við forráðamenn félagsins. (Football Insider)

Arsenal fylgist með argentínska sóknarleikmanninum Mateo Retegui (25) hjá Atalanta en hann er metinn á 38 milljónir punda. (Calciomercato)

Manchester United íhugar að selja Joshua Zirkzee (23) aðeins sex mánuðum eftir að hafa keypt hann. Juventus hefur áhuga á hollenska framherjanum. (Corriere Dello Sport)

Arsenal er í viðræðum við ungstirnið Ethan Nwaneri (17) um nýjan langtímasamning. (Fabrizio Romano)

Manchester United er að undirbúa atvinnumannasamning fyrir danska framherjann Chido Obi-Martin (16) þegar hann verður 17 ára í lok mánaðarins. (Tipsbladet)

Chelsea ætlar að fá Mathis Eboue (15), miðjumann Watford, sem er sonur Emmanuel Eboue, fyrrverandi bakvarðar Arsenal. (Mail)
Athugasemdir
banner