Getafe og Valencia tryggðu sig bæði áfram í 2. umferð spænska konungsbikarsins í kvöld.
Leikirnir áttu upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna þeirra hamfara sem áttu sér stað í kjölfar flóðsins í Valencia.
Síðustu leikir 1. umferðar kláruðust því í kvöld en Valencia vann nauman sigur á neðri deildar liði Parla, 1-0. Pepelu gerði eina mark leiksins á 20. mínútu.
Getafe vann þá öruggan 3-0 sigur á Manises og það þrátt fyrir að hafa klúðrað tveimur vítaspyrnum í leiknum.
Bertug Yildirim og Alvaro Rodriguez klúðruðu tveimur vítum á fyrsta hálftímanum en það kom ekki að sök. Yildirim skoraði tvö mörk á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks og þá gerði Peter Federico eitt.
Á morgun verður dregið í 2. umferð bikarsins en sextán lið úr La Liga verða í pottinum. Athletic Bilbao, Barcelona, Real Mallorca og Real Madrid verða ekki þar, en þau taka þátt í Ofurbikar Spánar og koma því ekki inn í keppnina fyrr en í 32-liða úrslitum.
Parla 0 - 1 Valencia
0-1 Pepelu ('20 )
Manises 0 - 3 Getafe
0-1 Bertug Yildirim ('32 )
0-2 Peter Federico ('42 )
0-3 Bertug Yildirim ('45 )
Athugasemdir