Samningi Eyþórs Arons Wöhler við KR var rift fyrir helgi og ljóst að hann verður ekki áfram hjá félaginu.
Eyþór var keyptur til KR frá Breiðabliki í vor en var ekki í stóru hlutveri á tímabilinu, var mikið í hlutverki varamanns og vill fara annað til að spila meira.
Eyþór kom við sögu í 21 leik með KR og skoraði tvö mörk.
Framherjinn er hluti af HúbbaBúbba tónlistartvíeykinu; hann og Kristall Máni Ingason gáfu út plötu á miðnætti sem heitir einfaldlega JólaHúbbaBúbba.
Þrjú lög eru á plötunni, Svala Björgvins er með þeim í tveimur og Karlakór Kjalnesinga í einu.
Eyþór var gestur í Dr. Football í dag.
Eyþór var keyptur til KR frá Breiðabliki í vor en var ekki í stóru hlutveri á tímabilinu, var mikið í hlutverki varamanns og vill fara annað til að spila meira.
Eyþór kom við sögu í 21 leik með KR og skoraði tvö mörk.
Framherjinn er hluti af HúbbaBúbba tónlistartvíeykinu; hann og Kristall Máni Ingason gáfu út plötu á miðnætti sem heitir einfaldlega JólaHúbbaBúbba.
Þrjú lög eru á plötunni, Svala Björgvins er með þeim í tveimur og Karlakór Kjalnesinga í einu.
Eyþór var gestur í Dr. Football í dag.
„Það er einhver stefna í KR og framtíð sem Óskar er að fara byggja upp og ég er ekki partur af henni. Maður verur bara að kyngja því og fá að spila einhvers staðar annars staðar. Síðustu tvö tímabil hef ég verið í bekkjarsetu og nenni því ekki lengur," sagði Eyþór.
Hann var spurður út í framtíðina.
„Það er ekki komið á hreint í hvaða lið ég er að fara," sagði Eyþór sem var spurður hvort hann væri að fara í uppeldisfélagið, Aftureldingu.
„Það væri gaman að spila með Eldingunni í efstu deild, en það er ekkert meitlað í steininn."
Eyþór er 22 ára og hefur á sínum ferli leikið með Aftureldingu, ÍA, Breiðabliki, HK (lán) og KR. Hann á að baki fimmtán leiki og fjögur mörk fyrir yngri landsliðin.
Hans besta tímabil var án efa 2022 með ÍA þegar hann skoraði níu mörk í Bestu deildinni.
Athugasemdir