Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski náði merkum áfanga í kvöld er hann kom Barcelona í 1-0 gegn Brest í Meistaradeild Evrópu, en það var 100. mark hans í keppninni.
Lewandowski skoraði markið úr vítaspyrnu á 10. mínútu og komst um leið í fámennan hóp en hann er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora 100 mörk á eftir þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Hann skoraði 17 með Borussia Dortmund, 69 með Bayern München og var þá að gera 14. mark sitt með Barcelona í keppninni.
Eins og staðan er núna er hann 29 mörkum frá því að jafna Messi og 40 mörkum frá Ronaldo.
100 Champions League goals for Robert Lewandowski. Legend of the game! ????????? pic.twitter.com/N7AfTQeYXS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 26, 2024
Athugasemdir