„Ég átti nokkur mjög góð spjöll við Samma og Davíð og eftir það ákvað ég að taka slaginn með þeim aftur," segir Eiður Aron Sigurbjörnsson við Fótbolta.net en í gær var tilkynnt að hann yrði áfram hjá Vestra á næsta tímabili.
Eiður nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum eftir að tímabilinu 2024 lauk og leit út á við ekki út fyrir að hann yrði áfram hjá Vestra. Hann fór á fund með tveimur öðrum félögum en ákvað að taka slaginn áfram fyrir vestan þar sem þeir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs, og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eru að reyna púsla saman liði fyrir næsta tímabil.
Eiður nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum eftir að tímabilinu 2024 lauk og leit út á við ekki út fyrir að hann yrði áfram hjá Vestra. Hann fór á fund með tveimur öðrum félögum en ákvað að taka slaginn áfram fyrir vestan þar sem þeir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs, og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eru að reyna púsla saman liði fyrir næsta tímabil.
Hann segir síðustu vikur hafa verið góðar. „Þær hafa bara verið nokkuð góðar, hef ekki verið að pæla í neinu í kringum fótbolta eða neitt svoleiðis síðan tímabilið kláraðist og hef bara verið með krökkunum mínum."
Vestri, nýliði í Bestu deildinni, hélt sér uppi en það var þó mjög tæpt.
„Þetta tímabil var algjört kaos hjá okkur, það meiddist nánast hver einasti leikmaður í hópnum og það var mikið um róteringar á byrjunarliði og hópnum sjálfum."
„Seinni hluta mótsins fóru hlutir að smella hjá okkur og það er eitthvað sem við getum byggt á fyrir næsta tímabil."
Nokkrir lykilmenn Vestra hafa yfirgefið félagið frá því að síðasta tímabli lauk. Hefurðu trú á að Vestri nái að tefla fram jafngóðu eða jafnvel betra liði á næsta tímabili?
„Við höfum misst nokkra leikmenn, gæðaleikmenn, en ég hef óbilandi trú á Samma og Davíð í því að styrkja hópinn, þeir geta verið sannfærandi peyjar," segir Eiður Aron.
Athugasemdir