Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham var ekki nálægt því að ganga í raðir Liverpool - „Húsið hristist þegar Real Madrid bankaði á dyrnar“
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid á Spáni, segist ekki hafa verið nálægt því að ganga í raðir Liverpool á síðasta ári, en þetta sagði hann á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í dag.

Liverpool var sagt leiða baráttuna um Bellingham á síðasta ári. Hann hafði átt stórkostlegt tímabil með Borussia Dortmund og hafði fengið leyfi til að ræða við nokkur félög.

Fjölmiðlar greindu frá því að Liverpool væri í bílstjórasætinu en Bellingham hafnaði því tækifæri og samdi við Real Madrid.

„Þetta var kannski alveg jafn nálægt því að gerast eins og margir fjölmiðlar héldu fram. Ég átti samtöl við nokkur félög og tók síðan ákvörðun. Borussia Dortmund gaf mér leyfi til að ræða við nokkur félög,“ sagði Bellingham en það tók hann ekki langan tíma að taka ákvörðun.

„Allt húsið hristist þegar Real Madrid bankaði á dyrnar. Það er erfitt að samþykkja ekki það tilboð.“

„Þetta snerist ekki um það hvort önnur lið væru ekki góð eða væru léleg þegar ég ræddi við þau, heldur er Real Madrid bara í allt öðrum klassa,“
sagði hann í lokin.

Liverpool og Real Madrid mætast í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun en Liverpool hefur unnið alla fjóra leiki sína á meðan Real Madrid er aðeins með tvo sigra.
Athugasemdir
banner
banner