Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Guðlaugur Victor og Rooney fengu stóran skell
Guðlaugur Victor hefur séð betri daga á vellinum
Guðlaugur Victor hefur séð betri daga á vellinum
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur lék allan leikinn með Preston
Stefán Teitur lék allan leikinn með Preston
Mynd: Preston
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Plymouth í kvöld sem tapaði fyrir Norwich City, 6-1, í ensku B-deildinni.

Plymouth hefur verið í miklu harki fyrri hluta leiktíðar og aðeins unnið fjóra leiki.

Liðið má þó eiga það að það hefur oftast allra liða komið til baka í uppbótartíma en það var enginn möguleiki á slíkri endurkomu í kvöld.

Norwich fór með 2-1 forystu inn í hálfleikinn þökk sé tveimur mörkum frá Borja Sainz en í þeim síðari völtuðu heimamenn yfir Plymouth.

Shane Duffy skoraði þriðja markið á 52. mínútu og þá komu þrjú til viðbótar á síðustu tuttugu mínútum.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Plymouth sem er í 20. sæti með 17 stig. Wayne Rooney er stjóri liðsins.

Burnley vann Coventry City 2-0 og þá vann Shieffield Wednesday lið Hull með sömu markatölu.

Sheffield United er komið á toppinn eftir 3-0 sigur liðsins á Oxford United en Sunderland, sem var á toppnum, fór illa að ráði sínu er liðið gerði markalaust jafntefli við WBA.

Stefán Teitur Þórðarson lék þá allan leikinn er Preston gerði markalaust jafntefli við Stoke. Preston er í 19. sæti með 17 stig.

Burnley 2 - 0 Coventry
1-0 Jeremy Sarmiento ('47 )
2-0 CJ Egan-Riley ('80 )

Hull City 0 - 2 Sheffield Wed
0-1 Josh Windass ('37 , víti)
0-2 Michael Smith ('81 )

Norwich 6 - 1 Plymouth
1-0 Borja Sainz ('2 )
2-0 Borja Sainz ('17 )
2-1 Mustapha Bundu ('39 )
3-1 Shane Duffy ('51 )
4-1 Borja Sainz ('72 )
5-1 Ben Slimane ('80 )
6-1 Ante Crnac ('82 )

Sheffield Utd 3 - 0 Oxford United
1-0 Callum O'Hare ('10 )
2-0 Tyrese Campbell ('26 )
3-0 Jesuran Rak-Sakyi ('58 )

Stoke City 0 - 0 Preston NE
Rautt spjald: Freddie Woodman, Preston NE ('90)

Sunderland 0 - 0 West Brom

Watford 1 - 0 Bristol City
1-0 Ryan Andrews ('53 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 17 11 4 2 24 9 +15 35
2 Burnley 17 9 6 2 21 6 +15 33
3 Sunderland 17 9 6 2 26 12 +14 33
4 Leeds 16 9 5 2 28 12 +16 32
5 Watford 17 9 2 6 26 24 +2 29
6 Middlesbrough 16 8 3 5 29 19 +10 27
7 West Brom 17 6 9 2 18 11 +7 27
8 Millwall 16 6 6 4 19 14 +5 24
9 Norwich 17 5 7 5 31 25 +6 22
10 Blackburn 15 6 4 5 19 17 +2 22
11 Bristol City 17 5 7 5 20 21 -1 22
12 Sheff Wed 17 6 4 7 20 26 -6 22
13 Stoke City 17 5 6 6 19 20 -1 21
14 Derby County 16 5 5 6 20 20 0 20
15 Swansea 16 5 4 7 14 14 0 19
16 Luton 16 5 3 8 18 26 -8 18
17 Coventry 17 4 5 8 22 25 -3 17
18 Oxford United 17 4 5 8 19 27 -8 17
19 Preston NE 17 3 8 6 16 24 -8 17
20 Plymouth 17 4 5 8 18 34 -16 17
21 Cardiff City 16 4 4 8 15 24 -9 16
22 Hull City 17 3 6 8 16 23 -7 15
23 Portsmouth 15 2 6 7 16 28 -12 12
24 QPR 16 1 8 7 13 26 -13 11
Athugasemdir
banner