Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Allt í molum hjá Man City - „Við erum brothættir“
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Við erum brothættir,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir ótrúlegt hrun liðsins í 3-3 jafnteflinu gegn Feyenoord á Etihad-leikvanginum í kvöld. Man City er án sigurs í síðustu sex leikjum í öllum keppnum.

Man City var komið í þægilega 3-0 forystu gegn Feyenoord og útlit fyrir að liðið væri að fara vinna fyrsta leik sinn í langan tíma.

Á lokakaflanum gáfu leikmenn Man City frá sér sigurinn. Josko Gvardiol og Ederson gerðu stór mistök og lauk leiknum með 3-3 jafntefli.

„Leikurinn var í fínu lagi í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en síðan fáum við fullt af mörkum á okkur af því við erum ekki stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta og annað markið og þess vegna varð þetta erfitt.“

„Við höfum tapað mörgum leikjum upp á síðkastið. Við erum brothættir og þurftum auðvitað sigur. Þessi leikur var góður fyrir sjálfstraustið. Við vorum að spila á góðu stigi en um leið og eitthvað kom upp á þá sköpuðust vandamál.“

„Ég veit ekki hvort þetta sé andlegt. Fyrsta markið á ekki að gerast og sama með seinna. Eftir það gleymdum við því sem gerðist og vorum örvæntingafullir á að vinna og gera vel. Við erum að gera vel en náum ekki að vinna.“

„Staðan er eins og hún er. Við spiluðum góðan leik, en við getum ekki gefið þá frá okkur á þessu stigi.“


Man City er aðeins með 8 stig úr fimm leikjum og í hættu á að komast ekki beint í 16-liða úrslit. Guardiola er ekkert að pæla í því enda þarf hann að undirbúa liðið fyrir því að mæta toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er ekki tilbúinn að hugsa um það núna. Við verðum að jafna okkur á þessu og undirbúa okkur fyrir næsta leik. Það á eftir að vera erfitt fyrir okkur að vinna leiki ef við gerum það sem við gerðum í dag,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner