Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 16:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Nettavisen 
Hareide á erfitt með gang - Fengið kveðjur frá landsliðsmönnum
Icelandair
Age Hareide hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari.
Age Hareide hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide hefur tjáð sig nánar um viðskilnaðinn við íslenska landsliðið en í gær var tilkynnt að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari.

Hareide segir að hann hefði viljað halda áfram í starfinu en líkamlegir erfiðleikar hafi gert það að verkum að hann ákvað að láta staðar numið og er hættur í þjálfun.

„Ég hef verið í vandræðum með slæmt hné og hef átt erfitt með gang síðustu tvo mánuði. Í síðustu gluggum, í október og nóvember, var hnéð á mér mjög slæmt og maður þarf að ganga mikið í þessum verkefnum," segir Hareide, sem er 71 árs, við Nettavisen.

Hann segist setja eigin heilsu í forgang en ljóst sé að hann þurfi að gangast undir hnífinn. Það hefði mögulega getað leitt til þess að hann hefði misst af umspilsleikjunum í mars.

„Ég mun nú einbeita mér að því að geta gengið almennilega aftur. Ég hef verið heppinn og verið við góða heilsu og hraða í mörg ár. Ég þurfti að fara í svipaða aðgerð á hinu hnénu og þá var ég einn og hálfan mánuð á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið sýkingu."

„Það eru blendnar tilfinningar, það er ákveðin sorg því ég naut þess að starfa með íslenska landsliðinu. Ég hef fengið kveðjur frá mörgum í starfsliðinu og leikmannahópnum. Ég er hinsvegar orðinn rúmlega sjötugur og ekkert endist að eilífu."
Athugasemdir
banner
banner