Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 24. desember 2024 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo fór í jólafrí til Finnlands
Mynd: EPA
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo skrapp með fjölskyldunni til Finnlands um jólin.

Ronaldo, sem er á mála hjá Al Nassr í Sádi-Arabíu, var greinilega kominn með nóg af hitanum og ákvað að skella sér með fjölskyldunni í aðeins kaldara loftslag.

Hann birti myndskeið af sér á Instagram þar sem hann var staddur í Lapplandi í Finnlandi.

Framherjinn var á brókinni í -20 gráðum og henti sér síðan í ískaldann pott, en Cristiano yngri var á meðan í snjógallanum og ekkert sérstaklega spenntur fyrir hugmyndinni að fara með pabba sínum í pottinn.

Í portúgölskum miðlum kemur fram að fjölskyldan fari síðan næst til Madeira, heimabæ Cristiano, og eyði restinni af jólunum þar.



Athugasemdir
banner
banner