Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður með hvernig leikmenn stigu upp - „Getum kannski lært eitthvað af þessu“
Mynd: EPA
Sænski kantmaðurinn Dejan Kulusevski var ánægður með viðbrögð samherja sinna í Tottenham í 6-3 tapinu gegn Liverpool á dögunum.

Tottenham var komið í afar slæma stöðu í leiknum snemma í síðari hálfleik.

Liverpool komst í 5-1 en það var þá sem Kulusevski kallaði eftir viðbrögðum.

„Ég sagði við sjálfan mig í 5-1: „Ef þú vilt spila, gerðu það þá núna“. Það er auðvelt að spila þegar þú ert að vinna og allt er í himnalagi, en ef þú vilt vera maður þá þarftu að stíga upp núna og gera þitt besta. Það er nákvæmlega það sem við gerðum. Mér fannst við geta þetta í 5-3 og ég sagði að við ætluðum okkur að gera það. Þess vegna var svo svekkjandi að sjá boltann fara í netið í 6-3 og eftir það var leikurinn búinn. Mér fannst alveg möguleiki á að við myndum gera eitthvað sérstakt,“ sagði Kulusevski.

Tottenham komst aðeins inn í leikinn með tveimur mörkum en eins og hann sagði þá drap Luis Díaz leikinn með sjötta markinu.

Sóknarsinnaður fótbolti Tottenham hefur verið mikið til umræðu síðustu vikur. Ange Postecoglou, stjóri félagsins, hefur varið leikstílinn á meðan spekingar vara hann við því að ef hann endurskoðar ekki leikstílinn muni hann ekki endast út tímabilið.

„Maður þarf að bæta sig og finna leiðir. Kannski hefðum við átt að leyfa þeim að vera meira með boltann, en svona spilum við. Við keyrðum á þetta og gáfum allt í leikinn. Það gekk ekki upp en við getum kannski lært af þessu fyrir næsta einvígi. Auðvitað verðum við gera einhverjar málamiðlanir og læra af þessu því við fengum á okkur mörk,“ sagði Kulusevski í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner