Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 24. desember 2024 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Oscar kominn heim í Sao Paulo (Staðfest)
Oscar og forseti Sao Paulo
Oscar og forseti Sao Paulo
Mynd: Af netinu
Stuðningsmenn Sao Paulo í Brasilíu fengu veglega jólagjöf frá félaginu í ár en heimamaðurinn Oscar er genginn í raðir félagsins á frjálsri sölu.

Oscar er 33 ára gamall sóknartengiliður sem hefur spilað með Shanghai Port frá 2017.

Hann yfirgaf kínverska félagið á dögunum og ákvað að halda aftur heim í uppeldisfélagið.

Forseti Sao Paulo greindi frá því í kvöld að hann væri búinn að semja við félagið og lýstu félagaskiptinum sem „Ofurkaup“.

Lengd samningsins kemur ekki fram en brasilískir fjölmiðlar fullyrða að samningurinn er til 2028.

Oscar hóf ferilinn hjá Sao Paulo en yfirgaf félagið í leiðindum árið 2010. Hann rifti samningnum vegna vangoldinna launa en úr varð stórt málaferli sem endaði með því að Internacional neyddist til að greiða Sao Paulo 6 milljónir evra.

Brasilíumaðurinn spilaði tvö ár með Internacional áður en hann samdi við Chelsea á Englandi. Þar lék hann í fimm ár og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar ásamt því að vinna Evrópudeildina áður en hann fór í ævintýraferð til Kína.
Athugasemdir
banner
banner