Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Everton er ekki ákjósanlegur andstæðingur
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Spænski stjórinn Pep Guardiola segir það ekki vera ákjósanlegt að mæta Everton á þessum tímapunkti tímabilsins en liðið heimsækir Manchester City á Etihad á morgun.

Síðustu vikur hafa verið þær verstu í stjóratíð Guardiola og virðist hann ekki vera nær því að finna lausn á vandamálinu.

Aldrei er hægt að afskrifa endurkomu Man City þegar það kemur að titilbaráttu en það gæti nú þegar verið of seint í þessu tilfelli þar sem Liverpool er með 12 stiga forystu og á leik inni.

Guardiola hugsar ekki of langt fram í tímann og er einbeittur á næsta verkefni sem er gegn Everton á morgun, en það verður engin gönguferð í garðinum.

„Everton er ekki ákjósanlegur andstæðingur. Þetta snýst um að koma okkur aftur í okkar besta form, en það mun taka tíma. Við þurfum að ná í úrslit eins fljótt og mögulegt er.“

„Við erum að mæta Everton og þeir eru á góðu skriði, úrslitin og frammistaðan sýnir það,“
sagði Guardiola.

Everton hefur tekist að ná í stig af bæði Arsenal og Chelsea á síðustu vikum og er sem stendur með 15 stig í 16. sæti.
Athugasemdir
banner
banner