Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bayern ætlar í samkeppni við Barcelona
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München er alvarlega að íhuga að leggja fram tilboð í spænska landsliðsmanninn Nico Williams.

Vincent Kompany, þjálfari Bayern, vill bæta tveimur vængmönnum við hópinn næsta sumar og er Nico sagður vera einn af þeim tveimur sem félagið skoðar.

Englendingurinn Jamie Gittens hefur verið nefndur eftir góða byrjun á tímabilinu með Borussia Dortmund og samkvæmt Florian Plettenberg er Nico Williams hinn vængmaðurinn sem Bayern vill fá.

Talið er að Nico, sem er 22 ára gamall, sé falur fyrir 50-60 milljónir evra næsta sumar.

Samkvæmt Plettenberg veltur þetta þó helst á því hvernig samningaviðræður við Kingsley Coman, Serge Gnabry, Bryan Zaragoza og Leroy Sane munu ganga.

Barcelona hefur verið á eftir Nico síðasta árið og var nálægt því að fá hann frá Athletic eftir EM á síðasta ári en Nico tók ákvörðun fyrir tímabilið að vera áfram þar sem Barcelona hafði ekki ráð á því að greiða klásúluverð Williams.
Athugasemdir
banner
banner
banner