Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Tyrkneskur varnarmaður á leið til Aston Villa
Mynd: Getty Images
Tyrkneski varnarmaðurinn Yasin Özcan er að ganga í raðir Aston Villa frá Kasimpasa en þetta kemur fram í tyrkneskum miðlum í dag.

Özcan er 18 ára gamall miðvörður sem getur einnig spilað stöðu vinstri bakvarðar.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Özcan spilað rúma 70 leiki fyrir aðallið Kasimpasa og var hann á lista Guardian yfir bestu leikmenn heims sem fæddir eru árið 2006.

Tyrkneski miðillinn ÍHA Spor segir frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hafi náð samkomulagi við Kasimpasa um kaup á Özcan, en kaupverðið er tæpar 7 milljónir punda.

Özcan mun ganga formlega í raðir Villa í janúar og verða þetta fyrstu kaup félagsins á nýju ári.
Athugasemdir
banner
banner