Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Gakpo heldur í vonina um að Salah verði áfram
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo heldur fast í vonina um að Mohamed Salah verði áfram hjá Liverpool en þetta sagði hann í viðtali við heimasíðu félagsins.

Liverpool er í viðræðum við Salah og hafa sumir fjölmiðlar sagt að samkomulag sé í höfn.

Engar staðfestar fregnir hafa komið frá félaginu en Salah má byrja að ræða við önnur félög um áramótin.

Salah er að eiga stórkostlegt tímabil. Hann er kominn með 15 mörk og 11 stoðsendingar í deildinni og er ekkert sem bendir til þess að hann sé að fara hægja á sér.

„Það sem við erum að verða vitni af er mjög sérstakt. Ekki bara markafjöldinn heldur líka allar stoðsendingarnar, hvernig hann spilar leikinn, kemur öðrum sóknar- og miðjumönnum eins og mér í stöður til að skora og heldur áfram að vera hættulegur í hæsta gæðaflokki,“ sagði Gakpo.

Gakpo hefur notið góðs af því að spila með Salah en Egyptinn hefur lagt upp þrjú af níu mörkum Gakpo á tímabilinu.

„Ég vona bæði fyrir okkur og hann að hann geti haldið áfram að gera þetta í langan tíma. Við erum mjög heppnir að hafa hann og stoltir að vera liðsfélagar hans og reynt að gera hann betri. Á sama tíma er hann að reyna gera okkur betri.“
Athugasemdir
banner
banner