Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 24. desember 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea gæti misst nokkra leikmenn í janúar
Enzo Maresca
Enzo Maresca
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, viðurkennir að nokkrir leikmenn gætu yfirgefið félagið í janúarglugganum.

Ítalski stjórinn er með risastóran hóp og getur oft verið erfitt að finna mínútur fyrir alla.

Margir leikmenn eru sagðir vera að skoða mál sín en þar má nefna þá Christopher Nkunku, Tosin Adarabioyo, Carney Chukwuemeka og Ben Chilwell.

Maresca viðurkennir að það gæti reynst félaginu erfitt að halda leikmönnum áfram.

„Við erum með skýra hugmynd um leikmennina, en við erum með leikmenn sem vilja líklega fara af því þeir eru ekki að fá að spila nógu margar mínútur eða eitthvað í þá áttina.“

„Við erum ekki að spá í þessu í augnablikinu því við eigum eftir að spila tvo eða þrjá leiki fram að glugga,“
sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner