Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fös 31. maí 2024 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini: Þurfti að öskra því Glódís var búin að steingleyma
Icelandair
Þorsteinn á æfingu Íslands í Austurríki í vikunni.
Þorsteinn á æfingu Íslands í Austurríki í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís á æfingu í Austurríki.
Glódís á æfingu í Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Heilt yfir fannst mér við spila fínan leik, vel spilað á köflum, vorum ógnandi og líkleg allan leikinn. Sköpuðum færi og náðum að halda þeim frá því að skapa opin færi. Ég er sáttur, lendum undir og komum til baka, það sýnir styrk og við getum byggt töluvert ofan á þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands eftir 1-1 jafntefli við Austurríki í undankeppni EM 2025 ytra í dag.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

„Mér fannst við vera sterkari aðilinn heilt yfir og alltaf líkleg þegar við nálguðumst markið, náðum að opna þær og koma okkur í góðar stöður og góð færi. Við gerðum þeim mjög erfitt fyrir og mér fannst þetta góður leikur hjá okkur."

Glódís Perla Vigósdóttir fyrirliði Íslands skoraði markið okkar úr víti í dag en það kom mörgum, þar á meðal henni á óvart að hún væri vítaskytta liðsins.

„Það er langt síðan ég sagði henni að hún væri vítaskytta en hún var búin að steingleyma því þegar vítið var dæmt. Ég þurfti að minna hana á það þegar einhver annar ætlaði að taka vítið. Þá þurfti ég að öskra því Glódís var búin að steingleyma að hún væri vítaskytta. Við ræddum þetta fyrir einhverju síðan en svo var hún bara búin að gleyma því. Hún er góður spyrnumaður og hefur trú og traust á því sem hún er að gera, og er með bullandi sjálfstraust."

Fyrir leik var óheppilegt klaufaatvik hjá íslenska teyminu því það gleymdis að skrá Selmu Sól Magnúsdóttur og Kristínu Dís Árnadóttur á leiksskýrslu svo þeim var vísað upp í stúku. Aðspurður um það atvik sagði Þorsteinn:

„Þetta eru bara mannleg mistök hjá starfsmanni knattspyrnusambandsins. Maður getur ekkert sagt við því þannig en auðvitað þurfum við að setjast yfir það hvernig við ætlum að leysa svona hluti. Þetta er bara mannlegt og við getum öll gert mistök í lífinu, enginn er fullkominn. Það gera allir einhvern tíma mannleg mistök og við þurfum að styðja við þann einstakling og áfram gakk."

Fyrirfram hefði mátt búast við að Selma Sól yrði fyrsti eða annar leikmaður af bekk. Pirraði þetta hann ekkert?

„Auðvitað pirrar þetta mig því það minnka möguleikarnir. En þegar maður getur ekki breytt einhverju þá þarf maður að tækla hlutina á annan hátt. Ég gat ekki breytt neinu á þessum tímapunkti og þurfti að vinna úr því sem ég hafði. Ég hef enga trú á að þetta komi fyrir aftur, við lærum af þessu, mistök eru til að læra af sama hvernig þau eru."
Athugasemdir
banner
banner