Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Tilkynning frá KSÍ - Tveir leikmenn utan hóps vegna mistaka
Icelandair
Frá æfingu Íslands í Austurríki.
Frá æfingu Íslands í Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristín Dís á æfingu í Austurríki.
Kristín Dís á æfingu í Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir verði ekki í leikmannahópi Íslands gegn Austurríki á eftir vegna mistaka. Ísland spilar við Austurríki núna klukkan 16:00 í mikilvægum leik í undankeppni EM 2025. Leikur sem gæti haft stór áhrif á það hvort liðið fari á EM eða ekki.

Það eru aðeins 21 leikmenn í staðfestum leikmannahópi Íslands en það mega vera 23 leikmenn í hópnum. Austurríki er með fullan hóp en Ísland ekki.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Sædís Rún Heiðarsdóttir var skráð í hópinn fyrr í dag, en hún er ekki með vegna meiðsla. Fótbolti.net fékk þær upplýsingar að nafn Kristínar Dísar ætti að vera þarna en um einhverja villu væri að ræða. Núna er komið í ljós að þetta var ansi stór villa en Selma Sól er ekki heldur í lokahópnum.

Þetta er afskaplega klaufalegt, svo ekki sé meira sagt.

„Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfi UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag," segir í tilkynningu KSÍ.

„Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs."

Þetta er afskaplega klaufalegt. Selma Sól hefði líklega verið með fyrstu leikmönnum inn af bekknum, en fær ekki að spila. Líka er þetta auðvitað svekkjandi fyrir Kristínu sem hefði verið góður möguleiki í vörnina. Kristín, sem leikur fyrir Bröndby í Danmörku, kom inn í hópinn fyrir síðasta verkefni en var send heim stuttu fyrir fyrri leikinn í verkefninu þegar í ljós kom að Sædís Rún gat spilað. Núna er hún ekki með heldur.



Athugasemdir
banner
banner
banner