Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Besta kvenna: Markamaskínan Sandra María hetjan á Greifavellinum
Sandra María hefur átt frábært tímabil.
Sandra María hefur átt frábært tímabil.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 1 - 0 FH
1-0 Sandra María Jessen ('49 )
Lestu um leikinn

Þór/KA og FH mættust í 1. umferð efri hlutans í Bestu deild kvenna. Leikið var á Greifavellinum en Þór/KA spilar þrjá síðustu heimaleiki sína á gervigrasinu við KA heimilið.

FH lagði Þór/KA á VÍS vellinum fyrr á þessu tímabili en í dag var það Þór/KA sem hafði betur og styrkti stöðu sína í 3. sæti deildarinnar.

Markadrottningin Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins í byrjun seinni hálfleiks. Hún er langmarkahæst í deildinni og var markið í dag hennar 21. í sumar.

„Mistök og Sandra María refsar. Rosalega vond sending út úr varnarlínu FH sem fer beint á Lönu. Hún fær hlaup frá Söndru Maríu sem fær boltann frá henni vinstra megin i teignum og klárar færið af stakri prýði framhjá Aldísi," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu frá leiknum.

Áður en Sandra skoraði, á 26. mínútu, kom FH boltanum í netið en markið var dæmt af. Brot var þá dæmt á FH. Vafasamur dómur hjá Bríeti Bragadóttur samkvæmt lýsingu Sverris.

Þór/KA er með sigrinum fjórum stigum á undan Víkingi sem er í 4. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 20 18 0 2 54 - 10 +44 54
2.    Valur 20 17 2 1 50 - 17 +33 53
3.    Þór/KA 20 10 3 7 41 - 29 +12 33
4.    Víkingur R. 20 9 5 6 31 - 33 -2 32
5.    FH 20 8 1 11 30 - 40 -10 25
6.    Þróttur R. 20 7 3 10 25 - 32 -7 24
Athugasemdir
banner