Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 13:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Þrír leikmenn komu í veg fyrir sigur Arsenal
Pedro skoraði jöfnunarmarkið.
Pedro skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal 1 - 1 Brighton
1-0 Kai Havertz ('38 )
1-1 Joao Pedro ('58 )
Rautt spjald: Declan Rice, Arsenal ('49)

Arsenal og Brighton eru nú ein efst og jöfn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin eru með sjö stig eftir þrjár umferðir eftir að hafa gert jafntefli á Emirates leikvanginum í dag.

Kai Havertz kom Arsenal yfir seint í fyrri hálfleik með laglegri vippu yfir Bart Varbruggen í marki Brighton. Staðan í hálfleik var 1-0 og var það fram að 58. mínútu.

Áður en Brighton jafnaði þá gerði Declan Rice, miðjumaður Arsenal, sig sekan um heimskuleg mistök þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Brighton ætlaði að taka aukaspyrnu hratt en Rice kom í veg fyrir það og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Níu mínútum síðar jafnaði svo Joao Pedro metin þegar hann fylgdi á eftir skoti Danny Welbeck. Pedro skoraði sigurmarkið gegn Manchester United um síðustu helgi og er að fara vel af stað á þessu tímabili.

Bart Verbruggen var sennilega besti maður vallarins því hann varði virkilega vel frá bæði Kai Havertz og Bukayo Saka í leiknum. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Arsenal svo sannarlega tækifæri til að vinna leikinn, en Rice hjálpaði svo sannarlega ekki til með sínu rauða spjaldi.

Það má því segja að Rice, Pedro og Verbruggen hafi komið í veg fyrir sigur Arsenal.

Umferðin heldur áfram klukkan 14:00 með fimm leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner