Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir ekki með Örebro en verður með U21 - Helgi Fróði á toppnum
AB á toppinn í dönsku C-deildinni
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson.
Atli Barkarson.
Mynd: SV Zulte Waregem
Valgeir Valgeirsson var ekki í leikmannahópi Örebro í sænsku B-deildini í dag. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Sundsvall á heimavelli. Valgeir fór af velli í síðasta leik liðsins og er frá vegna meiðsla.

Hann er í U21 landsliðinu sem kemur saman eftir helgi og samkævmt upplýsingum Fótbolta.net er Valgeir klár í að spila með U21 næsta föstudag. Annar U21 landsliðsmaður, Adam Ingi Benediktsson, var í eldlínunni í sænsku B-deildinni í dag. Adam var í marki Östersund sem tapaði 2-0 á útivelli gegn toppliði Degerfors.

Örebro og Degerfors eru bæði með 24 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti sem stendur en umferðinni þar er ekki lokið.

Belgía: Fyrsti sigur Atla Barkar
Í gærkvöldi var Atli Barkarson í byrjunarliði Zulte Waregem þegar liðið sigraði Lokeren Temse á heimavelli í belgísku B-deildinni. Þetta var annar leikur Atla með liðinu en hann var keyptur frá Sönderjyske í glugganum.

Waregem ætlar að koma sér upp í deild þeirra bestu. Liðið er í 10. sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Holland: Helgi Fróði á toppnum
Helmond komst í gær á topp hollensku B-deildarinnar með 3-0 heimasigri á Venlo. 4. umferðin klárast í dag og Oss, sem situr í 2. sæti, getur náð toppsætinu með sigri gegn FC Volendam.

Helgi Fróði Ingason, sem keyptur var frá Stjörnunni í glugganum, byrjaði á bekknm hjá Helmond en kom inn á í upptbótartíma seinni hálfleiks. Þetta var þriðji leikur Helga með Helmond, en hann var í byrjunarliðinu gegn Emmen í leiknum á undan.

Danmörk: Sigur hjá AB sem komst á toppinn - Breki kom ekki við sögu
Breki Baldursson var ónotaður varamaður í liði Esbjerg sem sigraði Roskilde á útivelli í gær. Esbjerg er í 2. sæti dönsku B-deildarinnar. Þetta var í annað sinn sem Breki er í hópnum hjá Esbjerg eftir komuna frá Fram í sumar.

Í dag vann svo Íslendingalið AB sinn þriðja leik í röð í dönsku C-deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins og þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson byrjuðu leikinn í dag.

O'Vonte Mullings skoraði sigurmark AB á 36. mínútu. AB er með tíu stig í toppsæti C-deildarinnar sem stendur.

Þýskaland: Preussen þarf á Hólmberti að halda
Preussen Munster tapaði í dag 4-1 á útivelli gegn HSV í þýsku B-deildinni. Hólmbert Aron Friðjónsson skrifaði undir hjá Preussen í gær og var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.

Preussen, sem er nýliði í B-deildinni, hefur einungis fengið eitt stig úr fyrstu fjórum leikjunum og einungis skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner