Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
mánudagur 19. maí
Besta-deild karla
sunnudagur 18. maí
laugardagur 17. maí
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 15. maí
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 13. maí
miðvikudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
föstudagur 16. maí
Úrvalsdeildin
Aston Villa - Tottenham - 18:30
Chelsea - Man Utd - 19:15
Eliteserien
SK Brann - Sarpsborg - 16:00
Fredrikstad - KFUM Oslo - 16:00
Molde - Kristiansund - 16:00
Rosenborg - Haugesund - 16:00
Stromsgodset - Bryne - 16:00
Tromso - Bodö/Glimt - 16:00
Viking FK - Sandefjord - 16:00
Valerenga - Ham-Kam - 18:00
Damallsvenskan - Women
Hacken W - Alingsas W - 16:00
Vaxjo W - Malmo FF W - 17:00
fim 02.jún 2016 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Magazine image

Úttekt: 126 erlendir leikmenn í efstu þremur deildunum

Mikil umræða hefur skapast undanfarið um fjölda erlendra leikmanna í íslenska boltanum þetta tímabilið. Allt bendir til þess að metfjöldi erlendra leikmanna muni koma við sögu í Pepsi-deildinni í sumar og sitt sýnist hverjum um þá þróun.

Fótbolti.net birtir í dag niðurstöðu úttektar sem sýnir að 60 erlendir leikmenn hafa komið við sögu nú þegar í Pepsi-deild karla en þeim á eflaust eftir að fjölga þegar félagaskiptaglugginn opnar í júlí.

Samtals hafa 126 erlendir leikmenn komið við sögu í Pepsi-deild karla, Inkasso-deild karla og 2. deild karla í sumar. Það gera 19% af þeim 652 leikmönnum sem hafa spilað mínútur í þessum þremur deildum í sumar.

Á sama tíma hafa 60 leikmenn sem eru 19 ára og yngri komið við sögu í þessum þremur deildum eða 9% af öllum leikmönnum deildanna.

Þessar tölur og tölurnar hér fyrir neðan eru byggðar á úttekt Bjarka Más Ólafssonar en hana má sjá nánar í grafískri útfærslu Fótbolta.net hér fyrir neðan.

Erlendir leikmenn 2016:
Pepsi-deild = 60
Inkasso-deild = 39
2. deild = 27

Leikmenn 19 ára og yngri 2016:
Pepsi-deild = 16
Inkasso-deild = 19
2. deild = 25

Hér fyrir neðan má sjá grafíska framsetningu á gögnunum en einnig má nálgast gögnin sjálf þar fyrir neðan. Athugið að gröfin eru gagnvirk og veita nánari upplýsingar ef farið er með músina yfir þau.
Grafísk úrvinnsla: Daníel Rúnarsson


Athugasemdir