Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 16. maí 2019 11:24
Elvar Geir Magnússon
Víkingur Ó. fær James Dale (Staðfest)
James Dale er 26 ára.
James Dale er 26 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur Ólafsvík hefur fengið til sín enska miðjumanninn James Dale sem lék tíu leiki með Njarðvík í Inkasso-deildinni í fyrra.

Dale er uppalinn hjá Reading og Bristol Rovers en gekk til liðs við Forfar Athletic FC í Skotlandi árið 2013 og lék með liðinu í tvö tímabil.

Árið 2015 skipti hann yfir í Brechin City þar sem hann lék í þrjú tímabil og spilaði 80 leiki í Scottish League One og Scottish Championship (skoska C og B deildin).

Samtals hefur hann spilað tæplega 150 leiki í Skotlandi.

Ejub Purisevic og lærisveinar í Víkingi Ólafsvík eru með fjögur stig að loknum tveimur umferðum í Inkasso-deildinni.

Liðið heimsækir Þrótt annað kvöld.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner