Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Guðrún Jóna: Skrýtið tímabil í sumar
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Gunnar Magnús: Gladdist sem faðir en erfitt sem þjálfari
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Brynjar Kristmunds: Vissum frá 10. mínútu hvernig staðan var í öðrum leikjum
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
   sun 01. september 2024 20:06
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Eru það þá ekki bara sérfræðingarnir sem meta það?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vonbrigði að tapa, við vorum kannski fyrstu 20-25 mínúturnar þá vorum við ekki alveg nógu klárir. Stjarnan gerir það sem þeir gera vel, þeir svæfðu menn hérna á vellinum og fólkið sem var í stúkunni. En svo þegar leið á leikinn þá fór okkur að ganga betur og við sköpuðum færi. Við fengum samt bara eitt opið færi, úr opnu spili í fyrri hálfleik. Við fengum náttúrulega mjög góð færi úr föstum leikatriðum aðallega. Það vantar bara greddu í menn, boltinn var að detta og menn að koma og klára þetta. Sýna smá 'killer instinct' og ráðast á þetta, en við gerðum það ekki. Svo komum við út í seinni hálfleikinn og vorum virkilega góðir, en það kannski vantaði svolítið á síðasta þriðjungi betri ákvarðanir. En mörk breyta leikjum og þeir nýttu sér svæði þarna milli varnar og miðju og skoruðu. Ég gef mönnum það, að við reyndum í seinni hálfleik en mörkin sem við vorum að fá á okkur, ekki til útflutnings."


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Stjarnan

Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Þar sem ÍA tapaði á sama tíma fyrir KR þýðir það að FH missir ekki 4. sætið. Heimir er hinsvegar á því að það sé enginn ljós punktur þar sem hann vill vera hærra en það.

„Þessi klúbbur hugsar þannig að ef við hefðum unnið þennan leik, þá hefðum við mögulega getað komið okkur í 3. sætið. Víkingur-Valur að spila á eftir og það á að vera hugsunarhátturinn hér. Við erum búnir að eiga marga möguleika í sumar til að koma okkur í betri stöðu en við höfum ekki tekið þá. Við þurfum að fara gjöra svo vel að taka þá."

Heimir er svo sannarlega kunnugur velgengni hjá FH en hann er margfaldur íslandsmeistari bæði sem þjálfari og leikmaður hjá liðinu. Það eru hinsvegar flestir leikmennirnir hjá honum ekki núna og þetta er eitthvað sem hann er að reyna miðla áfram á þá.

„Við erum allir hérna að reyna að miðla þessari reynslu og að reyna að koma þessum klúbb aftur þangað sem hann á að vera, og það er að keppa um titla. Við hinsvegar gerum okkur grein fyrir því að auðvitað gerist það ekki á einni nóttu og þetta tekur tíma. Það þarf að byggja upp lið og einhversstaðar koma svona beygjur sem við þurfum að taka, og þá þurfum við bara að vera klárir í það. En samt sem áður þá finnst mér mögulega við hefðum getað verið búnir að gera betur."

Það var mikil harka í leiknum en það komu upp nokkur atvik þar sem FH-ingar vildu að Stjörnumenn fengu spjöld og jafnvel rauð spjöld.

„Ég held þetta hafi bara verið menn að takast á. Ég þarf að sjá þetta aftur, ég sá ekki nógu vel. En jú menn segja það að það hafi verið einhver spörk og högg þegar boltinn var ekki nálægt en eru það þá ekki bara sérfræðingarnir sem meta það?"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner