Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Guðrún Jóna: Skrýtið tímabil í sumar
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Gunnar Magnús: Gladdist sem faðir en erfitt sem þjálfari
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Brynjar Kristmunds: Vissum frá 10. mínútu hvernig staðan var í öðrum leikjum
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
   sun 01. september 2024 19:45
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Gott að sjá menn takast á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur og fyrri hálfleikur jafn. Þeir bara mjög hættulegir í föstu leikatriðunum sínum, og fengu líka auðvitað mjög gott færi þegar við réttum þeim boltan. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn vera bara okkar, mér fannst þeir ekki ná að skapa sér neitt, ekki sem ég man eftir  Ótrúlega öflugt lið hjá okkur í dag, bara allir sem komu að þessu, mjög ánægður með hópinn."


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Stjarnan

Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans vann 3-0 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Það var hart tekist á í leiknum þar sem þó nokkrum sinnum var kallað eftir einhverju öðru en það sem dómarinn dæmdi.

„Sennilega eins og við var að búast fyrir þennan leik. Þeir voru bara þéttir, og þetta er bara lið sem er fast fyrir og eru aggressívir, og við erum það líka. Þannig ég held að það hefði alveg mátt leggja undir það fyrir leik að þetta yrði fastur leikur. Bara skemmtilegt, gott að sjá menn takast á."

Þegar þessi frétt er skrifuð er í gangi leikur HK og Fram. Ef að HK vinnur þann leik þá eru Stjörnumenn öruggir í efri hlutanum þegar kemur að skiptingu deildar. Sigurinn í dag því afar mikilvægur fyrir liðið.

„Mikilvægast er að við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera, mér finnst við verða betri á milli leikja. Mér finnst það svona mikilvægasta og stærsta sem við tökum út úr þessu. Við erum að komast á góðan stað, og gott skrið. Ég held að það sé svona það stærsta sem við horfum í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner