Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Ætlum að berjast um titla
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Casemiro átti arfaslakan leik
Casemiro átti arfaslakan leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, segir markmið liðsins ekki hafa breyst fyrir tímabilið en hann stefnir á að vinna titla á þessari leiktíð.

United hefur byrjað tímabilið illa. Liðið hefur tapað tveimur af þremur leikjum sínum í deildinni.

Í dag tapaði liðið fyrir erkifjendum sínum í Liverpool, 3-0, á Old Trafford, en gestirnir unnu leikinn sannfærandi og sanngjarnt.

„Við gerðum mistök og Liverpool-liðið gerði mjög vel í að klára færin sín. Þeir gerðu vel,“ sagði Ten Hag, sem var spurður hvort að planið hafi verið að leyfa framherjum Liverpool að hlaupa á vörnina.

„Það fannst mér ekki. Þegar ég sé öll færin sem við fengum á okkur þá er ég ekki sannfærður um að það hafi verið þannig. Við gerðum mistök og þetta voru allt einstaklingsmistök. Það má deila um þriðja markið þar sem tvöfalda sexan okkar var staðsett. Liverpool gerði frábærlega, en xG-ið í mörk fengin á okkur var ekki það hátt.“

„Það er alveg ljóst að Liverpool verðskuldaði sigurinn. Við verðum að vera auðmjúkir, taka þessu og bæta leik okkar.“


Ten Hag ákvað að taka Casemiro af velli í hálfleik, en Brasilíumaðurinn gerði tvö einstaklingsmistök í fyrri hálfleiknum sem kostaði liðið tvö mörk.

„Þetta það sem liðið þurfti. Þú veist að þegar þú ert 2-0 undir gegn Liverpool þá verður þú að taka meiri áhættu og þá mun leikurinn opnast. Þegar þú ert að tapa þá verður þú að gera þetta. Ég verð að hrósa liðinu. Maður verður bara að halda áfram að berjast og sýna samheldni,“ sagði Ten Hag sem var spurður út í viðbrögð Casemiro í klefanum.

„Þú þekkir leikinn og hann gerir það líka. Það er áfram gakk hjá honum og við munum gera það sama. Hann er frábær leikmaður og við munum halda áfram að bæta liðið og leikmennina á þessu tímabili.“

„Hann hefur bætt sig og sýnt svo oft að hann er með frábæran karakter. Við höfum öll séð mögnuð augnablik frá honum og þar sem hann hefur verið mikilvægur á miðsvæðinu. Hann mun koma til baka og halda áfram að sýna það.“


United gekk í gegnum erfitt síðasta tímabil en endaði það á að vinna enska bikarinn. Blaðamaður Sky Sports talaði við Ten Hag um tilfinninguna fyrir liðinu og hvort hún væri svipuð og á síðasta tímabili. Þar sem liðið er að ganga í gegnum einhvers konar umbreytingu en hann var ekki sammála því.

„Ég er ekki sammála þér. Þú sérð XG-ið sem sýnir að við áttum ekki að fá svona mörg mörk á okkur. Við erum ekki í sama farinu. Stundum var þetta opið og við tókum áhættu, en ég vil ekki fara að tala um þetta eftir 3-0 tap gegn Liverpool. Vel gert hjá Liverpool

„Það eru margir leikir sem á eftir að spila og ég veit hvar við verðum í lok tímabils. Við ætlum að berjast um titla. Þau orð standa.“

„Við tókum tvo titla á tveimur árum mínum hér. Við munum sjá hvar við verðum eftir tímabilið. Við fengum nýja leikmenn inn og það eru enn nokkrir leikmenn sem eru ekki klárir. Andstæðingurinn er kannski kominn aðeins lengra á ákveðnum sviðum leiksins, en við munum ná þeim og koma til baka. Ég vil ég ekki tala um góðu hlutina í dag. Við töpuðum 3-0 og verðum núna að standa í lappir og koma til baka,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner