Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. september 2021 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári um Hannes: Þú mátt vera sár og reiður
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að það sé vitað mál að þetta hafi verið skrýtnir daga. Öll orka okkar og einbeiting verður að vera hér á leiknum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, í viðtali við RÚV.

„Ég er virkilega spenntur að vera á hliðarlínunni í fyrsta sinn á Laugardalsvelli. Ég hef upplifað margar stundir hér en aldrei sem þjálfari."

Byrjunarlið Íslands er mjög áhugavert. Hægt er að sjá það með því að smella hérna.

„Það voru leikmenn sem gripu tækifærið með báðum höndum í maí og júní glugganum. Þetta var sennilega með erfiðari vali á byrjunarliði sem við höfum tekið. Þetta er niðurstaðan og við höfum fulla trú á öllum hópnum; þetta eru þeir ellefu sem við töldum að gætu náð í góð úrslit fyrir okkur í dag."

Eiður sagði að Kári væri ekki tilbúinn í að byrja leikinn vegna meiðsla. Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson byrja saman í hjarta varnarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson er fyrirliði í dag. „Ég geri miklar væntingar til hans í dag. Hann á að vera einn af reynsluboltunum, einn af þeim sem veit um hvað þetta snýst og hvað þarf til að vinna leiki. Vonandi finnur hann fyrir stoltinu að bera fyrirliðabandið."

Rúnar Alex Rúnarsson byrjar í markinu. Eiður var spurður að því hvernig Hannes Þór Halldórsson hefði tekið fréttunum að hann myndi byrja á bekknum. Var hann sár?

„Að sjálfsögðu. Það hefði verið skrýtið ef hann hefði ekki verið það. Það sýnir að hann er enn með fullan huga og metnað við þetta. Hann má líta á sjálfan sig sem besta markvörð í heimi. Ég hef lent í því sem leikmaður að þjálfarar taka sínar ákvarðanir. Þú mátt vera sár og reiður, en þegar komið er inn á völlinn þarf hann að sýna sinn þroska og reynslu við að styðja við bakið á þeim sem eru að spila því þeir eru margir að stíga sín fyrstu skref."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner