Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Eiginkona Casemiro birti mynd af bikarsafninu
Mynd: Getty Images
Eiginkona brasilíska miðjumannsins Casemiro svaraði gagnrýni í garð leikmannsins með því að birta mynd á Instagram í gær.

Casemiro gerði tvö dýrkeypt mistök í leik Manchester United og Liverpool í gær, mistök sem kostuðu heimamenn leikinn, en lokatölur urðu 3-0.

Miðjumaðurinn, sem var einn sá besti í heiminum fyrir nokkrum árum, hefur verið slakur síðasta árið eða svo, en flestir spekingar eru á því að hann sé kominn yfir hæðina.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, tók Casemiro af velli í hálfleik í gær en hann sagði það eðlilegt að gera skiptingar þegar liðið var 2-0 undir gegn erkifjendum sínum.

Eiginkona Casemiro minnti alla á hvað leikmaðurinn hefur afrekað á ferli sínum með því að birta mynd af bikarsafni hans.

Óneitanlega hefur Casemiro afrekað meira en flestir. Hann var hluti af einu besta Real Madrid-liði í sögunni og vann þar átján titla, þar á meðal Meistaradeild Evrópu fimm sinnum, en hann er ekki sami leikmaðurinn og hann var hér áður fyrr.

„Yfirgefðu fótboltann áður en fótboltinn yfirgefur þig,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports um Casemiro á síðasta tímabili. Hann hafði eitthvað til síns máls.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner