Kólumbíumaðurinn Luis Díaz var valinn besti maður leiksins í 3-0 sigri Liverpool á Manchester United á Old Trafford í dag. Sky Sports sér um einkunnagjöf dagsins.
Díaz skoraði tvö mörk í leiknum, annað með skalla og síðara með hnitmiðuðu skoti í hægra hornið.
Sky gefur Díaz 9 í einkunn og valdi hann besta mann leiksins, en valið stóð á milli hans, Mohamed Salah og Ryan Gravenberch, sem hefur staðið sig frábærlega djúpur á miðju í fyrstu þremur umferðunum.
Alexis MacAllister og Virgil van Dijk fá 8.
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro var skúrkurinn í liði United. Hann klúðraði málunum í tveimur mörkum Liverpool og var síðan tekinn af velli í hálfleik. Casemiro fær aðeins 3 í einkunn.
Marcus Rashford var annar slakasti maður vallarins með 4.
Man Utd: Onana (5), Mazraoui (6), De Ligt (6), Martinez (5), Dalot (6), Casemiro (3), Mainoo (5), Fernandes (6), Rashford (4), Zirkzee (5), Garnacho (6).
Varamenn: Collyer (6), Amad (7).
Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (7), Konate (7), Van Dijk (8), Robertson (7), Gravenberch (9), Mac Allister (8), Szoboszlai (7), Salah (9), Jota (7), Diaz (9).
Varamenn: Gakpo (6), Bradley (6), Nunez (6), Tsimikas (6).
Athugasemdir