Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Leikir stöðvaðir til að minnast Bryndísar Klöru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þremur leikjum í gær var leikur stöðvaður á 17. mínútu til þess að minnast hinnar sautján ára gömlu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum síðastliðið föstudagskvöld.

„Hvíldu í friði Bryndís Klara. Besta deildin vottar fjölskyldu og aðstandendum samúðar;" segir í færslu Bestu deildarinnar á samfélagsmiðlunum X.

Bryndís Klara lést á Landspítalanum eftir hræðilega árás á Menningarnótt. klappað var í heila mínútu til að minnast hennar.

„Það er feikilega gott að gefa fólki tækifæri til að minnast hennar. Mér fannst þetta bara mjög vel til fundið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir leik KR og ÍA.


Athugasemdir
banner
banner
banner