Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 07:42
Elvar Geir Magnússon
Liverpool kannaði Osimhen - De Bruyne ræddi ekki við neinn
Powerade
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Heil og sæl. Ný vinnuvika er farin af stað og slúðurpakkinn er kominn úr prentun. BBC tók saman það helsta sem er til umfjöllunar í ensku götublöðunum og víðar.

Liverpool kannaði möguleikann á því að fá Victor Osimhen (25) frá Napoli í glugganum en hvarf frá þeim hugmyndum út af launakröfum nígeríska sóknarmannsins. (Corriere dello Sport)

Kevin De Bruyne (33) leikmaður Manchester City segist ekki hafa rætt við neitt félag um möguleg skipti í sumar. Hann var orðaður við Sádi-arabísku deildina. (BBC)

Kieran Trippier (33), hægri bakvörður Newcastle, gæti farið til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur áhuga á að fara frá Norðausturlandi. (Sun)

Newcastle hefur vísað á bug fréttum um að Trippier vilji yfirgefa félagið til að fara til Sádi-Arabíu eða Tyrklands. (Talksport)

Manchester United skoðar að kaupa bandaríska varnarmanninn Antonee Robinson (27) frá Fulham á 30 milljónir punda. (Express)

Sevilla virðist hafa hætt við að semja við Memphis Depay (30) vegna launakrafna hans. Memphis er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid eftir síðasta tímabil. (Marca)

Enski framherjinn Ivan Toney (28) mun þéna 403 þúsund pund á viku eftir að hafa farið frá Brentford til Al Ahli. (Mirror)

Jamal Lewis (26) varnarmaður Newcastle og Norður-Írlands er að fara til brasilíska félagsins Sao Paulo. (Belfast Telegraph)

Roma er að ganga frá samningi við spænska varnarmanninn Mario Hermoso (29) sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid í sumar. (La Gazzetta dello Sport)

Roma er einnig í viðræðum um að fá Mats Hummels (35) fyrrum miðvörð Dortmund. Rómverjar ætla að fylla skarð enska varnarmannsins Chris Smalling (34) sem er á leið til Al-Fayha í Sádi-Arabíu. (Sky Sports Ítalíu)

Mark Harris (25) framherji Oxford er enn á ratsjánni hjá Holstein Kiel, nýliðum Bundesligunnar sem reyndu að fá velska landsliðsmanninn í sumar. (Sun)

Fyrrum miðjumaður Stoke, Daniel Johnson (31), er langt kominn í viðræðum um að ganga til liðs við tyrkneska félagið Istanbulspor. (Teamtalk)

Willian (36), fyrrum kantmaður Chelsea og Fulham, er kominn til Aþenu en Olympiakos hefur áhuga á að fá hann. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner