Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Müller leikjahæstur í sögu Bayern
Thomas Müller var fagnað vel og innilega eftir að hafa náð þessu magnaða afreki
Thomas Müller var fagnað vel og innilega eftir að hafa náð þessu magnaða afreki
Mynd: Getty Images
Þýski reynsluboltinn Thomas Müller setti leikjamet hjá Bayern München í gær er hann kom inn af bekknum í 2-0 sigri liðsins á Freiburg í þýsku deildinni.

Müller er 34 ára gamall og verið á mála hjá Bayern allan sinn feril.

Þetta er 17. tímabilið sem hann er að spila með liðinu en hann sló 44 ára met Sepp Maier er hann kom inn af bekknum í gær.

Maier var leikjahæsti leikmaður Bayern með 709 leiki en Müller jafnaði metið í síðustu umferð.

Hann bætti það síðan í gær og fagnaði því með að skora annað mark Bayern í leiknum.

Magnað afrek hjá Müller sem er þá í þriðja sæti yfir markahæstu menn í sögu félagsins með 245 mörk. Aðeins Gerd Müller og Robert Lewandowski hafa skorað fleiri fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner